Einar hefur verið mín stoð og stytta nánast frá því að ég byrjaði með Nutreleat. Hann á stóran þátt í því að ég get unnið við það sem ég elska og brenn fyrir. Fyrirtækjarekstur býður uppá allskonar hæðir og lægðir og ég held sveimér þá að ég væri hætt í dag ef ég hefði ekki haft einn Einar í horni.
Það besta sem ég gerði fyrir fyrirtækið mitt var að skrá mig á námskeið hjá honum Einari. Alltaf þegar mér fannst ég vera týnd eða vera að falla af brautinni þá var Einar alltaf til í að hjálpa mér að komast aftur á hana og gefa mér sjónarhorn sem ég hafði ekki hugsað út í. Ég er búin að læra ótrúlega mikið frá honum. Ef þú ert á krossgötum í þínu fyrirtæki og vantar leiðsögn þá veistu hvert þú átt að fara!
Þó svo ég hafi verið nýútskrifaður einkaþjálfari, þá hafði ég litla sem enga hugmynd hvernig ég ætti að koma mér af stað og framtíðarsýnin var ekki sú bjartasta... Nú er ég kominn með minn eigin rekstur, eftirspurnin er svakaleg og ég er að fá til mín kúnna á eftir kúnna.
© 2022 - allur réttur áskilinn